153 leyfi ekki í nýtingu

145 atvinnuleyfi hafa bæst við frá 20. maí og af …
145 atvinnuleyfi hafa bæst við frá 20. maí og af þeim eru 29 orðin virk. mbl.is/Unnur Karen

527 af 680 atvinnuleyfum leigubifreiða eru í nýtingu á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og eru því 153 leyfi sem ekki eru í nýtingu. Þetta segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is.

Þá hafa 29 nýir leigubílsjórar tekið út leyfi frá 20. maí. 

Þann 20. maí voru venjubundin 45 leyfi auglýst til úthlutunar. Þann 10. júní bættust síðan við þau 100 leyfi sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hafði ákveðið að bæta við vegna stöðunnar á leigubílamarkaði.

Síðan í maí hafa á bilinu 65 til 70 sótt um leyfi.

Snúist ekki um fjölda leyfa

Í lok maí, eftir að greint hafði verið frá ákvörðun Sigurðar Inga um að bæta við 100 leyfum lýsti Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, yfir áhyggjum um að aukinn fjöldi leyfa myndi ekki leysa vandann.

Vand­inn snýst ekki um fjölda leyfa held­ur að fá bíl­stjór­ana til að keyra,“ sagði Daníel í samtali við mbl.is.

mbl.is