Féll af hestbaki og björgunarsveitir á leiðinni

Bera þurfti konuna tvo kílómetra að sjúkrabíl.
Bera þurfti konuna tvo kílómetra að sjúkrabíl. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag að gönguleiðinni Síldarmannagötum innst í Hvalfirði.

Tilkynnt hafði verið um konu sem var hafði hrasað á göngu og gat ekki gengið að sjálfsdáðum.

Kemur fram í tilkynningu að hún hafi verið staðsett ofarlega í hlíðum fjallsins í um 400 m hæð og eru sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarfólk lögð af stað með hana niður gönguleiðina í börum en bera þarf konuna tæpa tvo kílómetra að sjúkrabíl.

Konan slasaðist er hún var að ganga Síldarmannagötur í Hvalfirði.
Konan slasaðist er hún var að ganga Síldarmannagötur í Hvalfirði. Ljósmynd/Landsbjörg

Sjúkrabíll kemst ekki á vettvang

Klukkutíma eftir að útkallið í Hvalfirði barst voru björgunarsveitir á Snæfellsnesi kallaðar út í annað skiptið í dag, nú vegna konu sem féll af hestbaki í Löngufjöru.

Sjúkrabíll kemst ekki á vettvang og var því óskað eftir aðstoð björgunarsveita til að flytja hana. Segir í tilkynningu að viðbragðsaðilar séu rétt ókomnir í Löngufjörur. 

mbl.is