Tæp 1.300 komin hingað frá Úkraínu

Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri vegna komu flóttafólks frá Úkraínu, og …
Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri vegna komu flóttafólks frá Úkraínu, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, við opnun móttökumiðstöðvar umsækjenda um alþjóðlega vernd í apríl síðastliðnum. mbl.is/Árni Sæberg

Áfram streymir flóttafólk frá Úkraínu til Íslands og hafa stjórnvöld tekið við 1.293 manns á flótta þaðan en alls hefur verið tekið við 2.042 flóttamönnum á þessu ári.

„Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að koma. Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri teymis um móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

Húsnæði Útlendingastofnunar eru þéttsetin að sögn Gylfa. Á meðal skammtímaúrræðanna er Hótel Saga, hvar fólk dvelur í tvær til átta vikur en síðan flytur fólk í húsnæði á vegum sveitarfélaganna. „Það er reytingur alltaf, fólk að koma og fara eins og gengur og gerist,“ segir hann en nýverið komu 98 manns til landsins á um það bil einni viku.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert