Tekur mið af launaþróun

Eyjólfur Árni Rafnsson.
Eyjólfur Árni Rafnsson. mbl.is/Hanna

„Okkar afstaða er sú að okkur þykir þetta mikið betri farvegur en gamla kjararáð var og með þessu var verið að stíga það skref að gera þetta á hliðstæðan hátt og í nágrannalöndum okkar,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), um nýlegar hækkanir á launum kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins.

Segir Eyjólfur Árni að rangt sé að tala um vísitölubundnar hækkanir í þessu samhengi, enda fyrirfinnist slíkt fyrirkomulag í launaþróun ekki hér á landi, en núverandi aðferð tók við af kjararáði þegar það var lagt niður árið 2018.

Eyjólfur Árni segir launabreytingu þessa hóps taka mið af Hagstofu sem mælir launaþróun opinberra starfsmanna á hverju ári. „Þessi aðferðafræði, sem er nú notuð við að ákvarða launabreytingu þessa hóps, tók við af kjararáði og byggist hún á mælingu á launaþróun opinberra starfsmanna. Þessir aðilar eru að fá sína launabreytingu ári á eftir öðrum þar sem breytingin byggist á ársgömlum upplýsingum. Þannig að þetta er ekki vísitöluhækkun,“ segir Eyjólfur.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »