Lögreglan ekki vön að senda út svona tilkynningu í júlí

Vindaspáin á landinu kl. 12 í dag.
Vindaspáin á landinu kl. 12 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður fólk um að huga að lausamunum í hvassviðrinu til að koma í veg fyrir foktjón. 

Þetta kemur fram í færslu sem lögreglan birti á Facebook.

„Við erum nú ekki vön að þurfa að setja svona tilkynningu út á þessum árstíma. Við viljum helst hafa sumarblíðu þessa dagana, það er ekki flóknara. En það er suðvestan hvassviðri á höfuðborgarsvæðinu og trampólín, hjólhýsi og garðhúsgögn eru víða á fleygiferð. Við biðjum því fólk að huga að lausamunum til að koma í veg fyrir foktjón.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is