Fíkniefnamálin tengjast og tveir í gæsluvarðhaldi

Lögreglan er að glíma við umfangsmikla fíkniefnarannsókn um þessar mundir.
Lögreglan er að glíma við umfangsmikla fíkniefnarannsókn um þessar mundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir eru enn í gæsluvarðhaldi sem tengjast fíkniefnamálum lögreglu, en lögregla lagði hald á 40 kílógrömm af maríjúana á Suðurlandi í lok maí, og svo á blandaða fíkniefnasendingu að andvirði 1,7 milljarða í síðasta mánuði. 

Tíu voru handteknir í báðum tilfellum og fimm látnir sæta gæsluvarðhaldi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, segir málin tengjast og að einhverju leyti hafi verið um sömu einstaklinga að ræða. 

„Gæsluvarðhald yfir þeim var í síðustu viku framlengt um fjórar vikur.“

Rannsókn málsins er í fullum gangi og miðar vel. Spurður hvort það liggi fyrir hvort fíkniefnin hafi verið ætluð til dreifingar hér innanlands, eða hvort um viðkomu hafi verið að ræða segir hann ekkert liggja fyrir um það. 

„Þetta er auðvitað eitt af því sem er til skoðunar, hvort þetta hafi verið ætlað til áframhaldandi sendingar, en það er svosem ekkert sem bendir til þess sérstaklega í augnablikinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert