Innkalla núðlurétti vegna óleyfilegs varnarefnis

Filipino Store hefur stöðvað sölu á Instant Noodles Pancit Canton …
Filipino Store hefur stöðvað sölu á Instant Noodles Pancit Canton og Beef Mami Instand Noodle Soup. Ljósmynd/Aðsend

Verslunin Filipino Store hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Instant Noodles Pancit Canton og Beef Mami Instant Noodle Soup frá Lucky Me! vegna óleyfilegs varnarefnis.

Varnarefnið ethylene oxíð var notað við framleiðslu á innihaldsefnum sem síðan voru notuð við framleiðslu á vörunni. Ethylene oxíð er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu.

Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að efnið sé hættulegt og hafi erfðaeituráhrif sem geti haft skaðleg áhrif á heilsu.

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig má skila henni gegn endurgreiðslu í verslun Filipino Store, Langarima 21-23.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert