„Slatti“ af fólki í vandræðum á hálendinu

Göngumaðurinn fannst kaldur nálægt Emstrum.
Göngumaðurinn fannst kaldur nálægt Emstrum. Mynd/Ferðafélag Íslands

Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag vegna göngumanns sem var með ofkælingu á Laugaveginum. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

„Hann fannst kaldur á gönguleið nálægt Emstrum og var með ofkælingu,“ segir Davíð.

„Björgunvarsveitir voru kallaðar til og fóru ásamt sjúkraflutningamönnum þarna upp eftir og fluttu manninn af vettvangi til aðhlynningar á sjúkrahúsi.

Þá var annað göngufólk einnig aðstoðað þar sem veðuraðstæður voru erfiðar.

Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða dágóðan slatta af fólki sem var í vandræðum á hálendinu. Í flest­um til­fell­um var fólk orðið upp­gefið og kalt eft­ir að hafa verið þarna á göngu í þess­um aðstæðum: Mik­il rign­ing og mikið rok.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert