Úrbætur boðaðar á réttindagæslu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinna er hafin til úrbóta hjá Réttindagæslu fatlaðra sem hefur glímt við manneklu og ekki náð að sinna erindum sem skyldi síðustu mánuði. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í samtali við Morgunblaðið, en hann telur að þessi málefni þurfi að taka til sérstakrar skoðunar svo að hægt sé að ná betur utan um þjónustu og réttindi þessa hóps

Þetta kemur í kjölfar mikillar gagnrýni á það úrræðaleysi sem foreldrar fjölfatlaðra barna hafa staðið frammi fyrir, t.d. erfiðleika við að fá fund hjá Réttindagæslu fatlaðra.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að staðan í réttindagæslunni að undanförnu hafi verið óásættanleg.

„Foreldrar fatlaðra barna og ungmenna búa við mikið álag frá fæðingu barns, álag sem er skapað af kerfinu. Foreldrar eru í því verkefni alla daga að sækja réttindi barna sinna og verja hagsmuni þeirra," segir hún. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert