Vegfarendur hvattir til að fara varlega

Spáð er hvössu veðri í dag.
Spáð er hvössu veðri í dag. mbl.is/​Hari

Gular viðvaranir eru víða um land vegna hvassviðris. Í dag snýst í suðvestan og vestan 10-18 metra á sekúndu, en hvassari suðaustantil og á miðju Norðurlandi. Rigning eða skúrir verða, en þurrt að mestu austanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á Austfjörðum.

Norðvestlæg átt, 3-10 m/s og stöku skúrir verða á morgun en 10-15 sunnan- og austantil í fyrstu. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands kemur fram að spáð er allhvassri eða hvassri suðvestanátt á Suðaustlandi og snörpum vindhviðum, einkum í Öæfum og Mýrdal. Einnig má reikna með hviðóttum suðvestanvindi í Skagafirði og á Öxnadalsheiði á morgun. Vegfarendur er hvattir til að aka varlega á þeim slóðum, einkum þeir sem eru með aftanívagna eða ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is