Verslanir í Skeifu eru flaggskip

Undir sama þaki. Krónan og Elko eru í Skeifunni 19 …
Undir sama þaki. Krónan og Elko eru í Skeifunni 19 í verslunum sem opnaðar voru nú í morgun. mbl.is/Arnþór

Verslanir Krónunnar og Elko í Skeifunni 19 í Reykjavík, sem opnaðar voru í morgun má kalla flaggskip fyrirtækjanna. Þær eru hannaðar með það að leiðarljósi að innkaupaferðin sé bæði þægileg og ánægjuleg en um leið hagkvæm fyrir viðskiptavini.

Þetta segja framkvæmdastjórarnir Ásta S. Fjeldsted í Krónunni og Óttar Örn Sigurbergsson í Elko. Bæta jafnframt við að nábýli verslananna skapi ótal möguleika til bættrar þjónustu og samlegðar.

Búðin er björt

„Því má líkja við kraftaverk sem gerist á lokametrunum í því stóra og flókna verkefni að setja upp og opna svo stórar og glæsilegar verslanir,“ segir Ásta S. Fjeldsted. Krónuverslunin nýja er sú 5. stærsta sem fyrirtækið rekur en alls er verslunarrýmið sjálft rúmir 1.500 fermetrar. Nægt pláss er því fyrir fjölbreytt vöruúrval.

Vaskur hópur starfsfólks sem unnið hefur af kappi síðustu daga …
Vaskur hópur starfsfólks sem unnið hefur af kappi síðustu daga við að standsetja búðirnar nýju. Myndin var tekin í gærkvöldi en unnið var framundir morgun við að gera og græja og svo opnað í morgun. mbl.is/Arnþór

„Krónan í Skeifunni er björt, hlýleg og stílhrein,“ segir framkvæmdastjórinn. „Þegar inn er komið eru viðskiptavinir á ávaxta- og grænmetistorgi. Þaðan er haldið áfram inn ferskvörudeildina þar til hinn glænýi staður OLIFA – La Madre sem er pizzastaður og Tokyo Sushi taka við.

Nýtt útlit hjá Elko

Elko hefur verið með starfsemi í Skeifunni frá 2004. „Við erum vel sett með þessa nýju verslun sem er á besta stað,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson. Verslunarrýmið er um 1.400 fermetrar og þar eru áberandi grátónaðar innréttingar með viðarklæðningu. Lýsing er sérhönnuð. Þetta er nýtt útlit verslana sem áður hefur þó sést hjá ELKO í Leifsstöð og á Akureyri.

„Netverslun hefur aukist mjög mikið á síðustu misserum. Sú þróun hófst í heimsfaraldrinum og hefur haldist. Við höfum því lagt okkur fram við að styrkja vefinn okkar. Verslanir okkar, eins og þessi hér í Skeifunni, eru og verða þó áfram mjög mikilvægar,“ segir Óttar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert