Maður sem dregur fólk að sér

Boris Johnson og Guðlaugur Þór Þórðarson.
Boris Johnson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

„Hann er hrókur alls fagnaðar. Það er sama hvaða fundi menn voru á, alltaf var athyglin á honum og það bara af jákvæðum ástæðum. Hann er mjög hress og mikill húmoristi, greindur og vel lesinn, enda maður sem dregur að sér fólk,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um kynni sín af Boris Johnson, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, en þeir voru báðir utanríkisráðherrar á sínum tíma.

Guðlaugur Þór segir að Boris hafi bæði mikinn karakter og mikla útgeislun, en að hann hafi alltaf verið umdeildur og náð að afla sér óvina í stjórnmálunum heima fyrir í Bretlandi. „En það sem mun standa upp úr, því að einhvern tímann fá menn eins og hann sanngjarna umfjöllun, er að hann vann tvennar kosningar, 2008 og aftur 2012, sem borgarstjóri Lundúnaborgar, sem íhaldsmenn hafa ekki náð að gera oft, og var með farsæla borgarstjóratíð þar,“ segir Guðlaugur Þór og bendir einnig á að Boris hafi náð að höggva á þann hnút sem var kominn upp í Brexit-málinu, og að hann hafi notið við það mikils stuðnings meðal bresku þjóðarinnar.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert