Úrskurða Kópavogi í vil í deilu um Hamraborg

Kópavogur hafði betur fyrir úrskurðarnefndinni, um uppbyggingu í Hamraborg.
Kópavogur hafði betur fyrir úrskurðarnefndinni, um uppbyggingu í Hamraborg. mbl.is/Sigurður Bogi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Vina Kópavogs á ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs þess efnis að samþykkja deiliskipulag í svokölluðum miðbæ Kópavogs í Hamraborg.

Klofin úrskurðarnefnd

Kærum 36 aðila með lögheimili í Kópavogi sem fóru fram á sama hlut, var hafnað. Nefndin var klofin í úrskurði sínum og skiluðu tveir nefndarmenn af sex séráliti í málinu.

Samþykkt var að byggja 600 til 700 íbúðir í Hamraborg og austan við hana í Traðarreit, í desember síðastliðnum og kærðu Vinir Kópavogs auk 36 aðila með lögheimili á staðnum niðurstöðuna.

Töldu þeir afgreiðslu ákvörðunarinnar haldna verulegum form- og efnisannmörkum sem ættu að leiða til ógildingu hennar. Þá var bæjarstjórn kærð fyrir samráðsleysi við íbúa svæðisins en einnig fyrir að hafa ekki fylgt skipulagslögum.

Kópavogsbær hafnaði því að afgreiðsla bæjarstjórnar hefði ekki verið fullnægjandi og féllst meirihluti nefndarinnar á málsástæður bæjarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert