30% ferðamanna í júní frá Bandaríkjunum

Talsvert færri ferðamenn hafa komið hingað til lands á þessu …
Talsvert færri ferðamenn hafa komið hingað til lands á þessu ári borið saman við þegar mest lét. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæpur þriðjungur ferðamanna á Íslandi í júní kom frá Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Flestar brottfarir í júní frá Keflavíkurflugvelli voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna. Um 53 þúsund manns eða 30,3% af þeim 176.316 ferðamönnum sem fóru frá landinu í síðasta mánuði voru Bandaríkjamenn.

Næstfjölmennasta þjóðernið til að yfirgefa Ísland í gegnum Leifsstöð í júní voru frá Þýskalandi, 21 þúsund manns eða 12,1% af heildinni.

Frá áramótum hafa um 636 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er mun meira heldur en í fyrra þegar kórónuveiran hafði meiri áhrif á ferðalög. Á fyrri helmingi ársins 2021 fóru aðeins 75 þúsund farþegar frá landinu.

Þó margfalt fleiri farþegar hafa heimsótt Ísland í ár samanber sama tíma í fyrra eru heimsóknirnar töluvert færri en þegar mest var á Keflavíkurvelli. Frá byrjun árs 2018 fram í júní sama ár voru um milljón brottfarir frá flugvellinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert