Sótti ekki um en fær 1,7 milljónir í mánaðarlaun

Gamli bæjarhlutinn í Búðardal. Í Dalabyggð eru 620 íbúar.
Gamli bæjarhlutinn í Búðardal. Í Dalabyggð eru 620 íbúar. mbl.is/Sigurður Bogi

Björn Bjarki Þorsteinsson mun fá tæplega 1,7 milljónir króna í mánaðarlaun að viðbættum ökutækjastyrk sem nemur 217 þúsund krónum, í starfi sínu sem sveitarstjóri Dalabyggðar. Í sveitarfélaginu búa 665 manns.

Ellefu umsóknir bárust um stöðuna en Björn Bjarki var ekki meðal umsækjenda. Þannig var öllum umsóknunum hafnað og Björn Bjarki ráðinn í staðinn. 

Leigir íbúð af Dalabyggð

Ráðningarsamningur Björns Bjarka við Dalabyggð birtist í fundargerð sveitarstjórnar. Þar kemur fram að mánaðarlaun hans nemi tæplega 1,7 milljón króna og að auki fái hann ökustyrk að fjárhæð 217 þúsund króna. Þá mun sveitarfélagið greiða símreikning hans, nettengingu og iðgjöld af veikinda-, slysa- og líftryggingu.

Er þess krafist að Björn Bjarki hafi búsetu í Dalabyggð og mun hann því leigja íbúð af Dalabyggð, sem hann sjálfur greiðir fyrir samkvæmt gjaldskrá um leiguíbúðir sveitarfélaga.

Björn Bjarki er nýr sveitarstjóri í Dalabyggð
Björn Bjarki er nýr sveitarstjóri í Dalabyggð
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert