Mánaðarlaun sveitarstjóra Tálknafjarðar eru 1.550.000 krónur samkvæmt nýjum ráðningasamningi. Þetta kemur fram á vef Bæjarins bestu.
Íbúar sveitarfélagsins eru 255, er segir í gögnum frá Hagstofu Íslands.
Ólafur Þór Ólafsson var fyrst ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps árið 2020 og var þá með 1,4 milljónir króna í laun. Ásamt 150 þúsund króna launahækkun fær hann akstursstyrk upp fyrir 400 kílómetra akstur á mánuði, greidda nettengingu og notkun á farsíma.
Ráðningasamningurinn mun gilda til loka maí ársins 2026.
Á síðu Tálknafjarðarhrepps segir um Ólaf: „Hann hefur víðtæka og langa reynslu af sveitastjórnarstiginu bæði sem kjörinn fulltrúi og embættismaður auk þess að hafa starfað sem tónlistamaður og kennari.“