Bílvelta varð austan við Grundarfjörð á tólfta tímanum í dag. Tveir farþegar voru í bílnum og voru þeir báðir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.
Ríkisútvarpið greinir frá.
Í samtali við mbl.is staðfesti starfsmaður á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að þyrla þeirra hafi verið send á staðinn en gat hann ekki veitt frekari upplýsingar.