Illa upplýstir kjánar gelti á hinsegin fólk

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Á Íslandi er það helst að frétta að illa upplýstir kjánar gera sér leik að því að gelta á hinsegin fólk af því að kjánarnir halda að það sé töff. Sá misskilningur væri auðvitað drepfyndinn ef málið væri ekki grafalvarlegt.“

Þetta kemur fram í pistli Hönnu Katrínar Friðriksson, þingflokksformanns Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag.

Hugmyndin að gelta að hinsegin fólki eigi rætur að rekja til sömu hugmyndafræði og liggur að baki innrás Rússa í Úkraínu og þess að þrengja að yfirráðarétti kvenna yfir eigin líkama. Hugmyndafræðin snúist um völd sem hættulegt fólk sækist eftir og kjánar aðstoði það við.

„Það er sorglegra en orð fá lýst að fylgjast með því hvernig hópar íslenskra kjána taka að sér verkið hér á landi.“

Í verstu tilfellum dauðans alvara

Hópur karla á þrítugsaldri gelti á Axel Inga Árnason og eiginmann hans á föstudaginn er þeir stigu inn í leigubíl eftir að hafa fagnað brúðkaupsafmæli sínu.

„Geltið á sér kannski ekki djúpa merkingu í huga þess sem geltir, kannski bara létt grín á djamminu. Gleymt á morgun. En það er ekki gleymt í huga þeirra sem verða fyrir þessari andstyggð, skilur eftir ör á sálinni og getur í verstu tilfellum verið dauðans alvara. Er kjánaskapurinn þess virði?“ segir í pistlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert