Þungt að fara úr erfiðri bylgju inn í sumarið

Willum Þór segir sumarið þungt.
Willum Þór segir sumarið þungt. mbl.is/Unnur Karen

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur stöðuna á spítölum landsins enn þunga. Hann segir að sumarið sé alltaf erfiður tími en hann sé nú enn erfiðari en ella þar sem Íslendingar séu nú að koma út úr mjög erfiðri kórónuveirubylgju.

„Sumarið er alltaf erfiður tími. Staðan er þung þegar kemur að mönnun og það er mikið álag,“ sagði Willum Þór samtali við mbl.is að lokunum ríkisstjórnarfundi í dag.

Hann segir álagið enn mest á bráðamóttökunni en í sumar skipaði ráðherrann viðbragðshóp til að bregðast við neyðarástand­inu á bráðamót­töku Land­spít­al­ans og víðar í heil­brigðis­kerf­inu. 

„Það eru allir vinna að því að saman að láta þetta ganga upp og það hefur gengið hingað til,“ segir Willum Þór.

Meira en öllu jafna

Er staðan þyngri núna en hún var fyrir nokkrum mánuðum?

„Við erum auðvitað að koma út úr faraldri inn í sumar þar sem að allt þjóðfélagið fer á hreyfingu og ferðamennirnir koma. Við þekkjum það að þá verður álagið á bráðamóttökunni yfir sumartímann mjög mikið þannig að það er meira en öllu jafna. Þetta er þó ekki nýtt en það er kannski óvenju þungt að koma út úr mjög erfiðri bylgju í faraldrinum og fara inn í sumarið,“ segir Willum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert