Ekki fengið krónu fyrir mánaðarlanga vinnu

Hótel Jazz í Reykjanesbæ.
Hótel Jazz í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Aðsend

Erlendur karlmaður leitaði til Starfsgreinasambands Íslands (SGS) nýverið eftir að hann hafði unnið hjá Hótel Jazz í Reykjanesbæ í einn mánuð án þess að hafa fengið nokkuð greitt. Eftir að hafa starfað hjá hótelinu þennan mánuð var maðurinn „settur út á götuna“ að sögn Flosa Eiríkssonar, framkvæmdastjóra SGS.

Aðspurður segir Flosi margt benda til þess að málið sé ekki einsdæmi og bætir hann því við að SGS hafi vísbendingar um einbeittan brotavilja rekstraraðila hótelsins.

Málið hefur verið til skoðunar hjá nokkrum verkalýðsfélögum hér á landi síðan á föstudag, m.a. hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Formaður félagsins, Guðbjörg Kristmundsdóttir, segist hafa linnulaust reynt að ná í manninn sem rekur Hótel Jazz. Það hafi ekki skilað árangri.

„Ef hann borgar þetta þegar ég næ í hann þá er þetta ekki mál,“ segir hún. Flosi segir að grípa þurfi til aðgerða ef ekki næst í manninn sem rekur hótelið. Með aðgerðum á Flosi við að málið verði tilkynnt lögreglu og rannsóknin færð til hennar.

„Það er náttúrulega algjörlega óásættanlegt að menn fái að komast upp með svona brotastarfsemi,“ segir Flosi.

Hann bendir á að maðurinn hafi áður komist í fréttir vegna reksturs á hóteli, en hann rak Hótel Framnes í Grundarfirði og á þeim tíma, árið 2016, kom upp sambærilegt mál sem snerti erlenda starfsmenn.

Maðurinn sem um ræðir hafði samband við Morgunblaðið meðan á vinnslu fréttarinnar stóð og sagði um að ræða misskilning. Að mati rekstraraðilans mun málið leysast um leið og hann nær sambandi við erlenda manninn. 

Nánar má lesa um málið á bls. 6 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert