Gæti orðið metár í umferðinni

Þrátt fyrir hátt eldsneytisverð er bílaumferðin mikil og jöfn á …
Þrátt fyrir hátt eldsneytisverð er bílaumferðin mikil og jöfn á vegum landsins. mbl.is/Jón Helgi

Núna stefnir í að umferðin á hringveginum í ár aukist um 3,5% miðað við árið 2021. Þetta gerist þrátt fyrir að eldsneytisverð sé í hæstu hæðum. Allt bendir því til að umferð bíla verði jafn mikil eða ívið meiri en hún var metárið 2018. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Umferðin í nýliðnum júní er sú mesta sem mælst hefur yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar í júní. Hún reyndist vera tæplega 6% meiri en í sama mánuði á síðasta ári og rétt rúmum 2% yfir gamla metinu, sem sett var árið 2019.

Útlit er því fyrir að umferðin sé að ná fyrri styrk eftir bakslag vegna Covid-19 árin 2020 og 2021.

Hlutfallslega jókst umferðin mest á Austurlandi í júní eða um tæp 35% en minnst jókst umferðin við og í kringum höfuðborgarsvæðið eða um 1,4%.

Það sem af er ári hefur umferðin aukist um 3,6%. Mest hefur uppsöfnuð umferð aukist um mælisnið á Austurlandi en minnst um mælisnið á og í grennd við höfuðborgarsvæðið en þar mælist ennþá tæplega 1% samdráttur.

Þegar litið er til vikudaga er umferðin þyngst á föstudögum en léttust á laugardögum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert