Munnkvillar algengir á hjúkrunarheimilum

Munnkvillar aldraðra eru algengir á hjúkrunarheimilum.
Munnkvillar aldraðra eru algengir á hjúkrunarheimilum. Ljósmynd/Thinkstock

Munnkvillar aldraðra eru algengir á hjúkrunarheimilum og gera þarf breytingar á heilbrigðisþjónustu vegna þess, að því er segir í grein í Læknablaðinu.

Rannsókn sem var gerð á tveimur hjúkrunarheimilum í Reykjavík sýndi að hátt hlutfall íbúa (67%) var með ómeðhöndlaða munnkvilla. Íbúar með verstu munnheilsuna upplifðu að hún hefði marktækt neikvæðari áhrif á lífsgæði, færniskerðingu og líkamleg óþægindi en þeir sem voru betur tenntir í rannsókninni. „Samstillt átak opinberra aðila og heilbrigðisstarfsfólks þarf til að tryggja úrræði við hæfi á hjúkrunarheimilum þegar kemur að því að viðhalda einstaklingsbundinni munnheilsu íbúa og tengdum lífsgæðum ævina á enda,“ segir í greininni.

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hvetja heilbrigðisyfirvöld til að styðja hjúkrunarheimilin í að veita þessa þjónustu. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert