Mál Hótel Jazz komið til lögreglu

Hótel Jazz í Reykjanesbæ.
Hótel Jazz í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Aðsend

Mál breska karlmannsins, sem vann myrkranna á milli í heilan mánuð fyrir Hótel Jazz í Reykjanesbæ án þess að fá einn eyri fyrir vinnu sína, hefur verið tilkynnt til lögreglu sem grunur um mögulegt mansal.

Þetta staðfestir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, í samtali við Morgunblaðið.

„Það er búið að senda málið til lögfræðings og búið að senda upplýsingar til lögreglunnar,“ segir hún. Mun lögregla því hefja rannsókn á málinu á næstu dögum.

Lögreglan á Suðurnesjum segist vera komin með málið á sitt borð og það sé í skoðun en vildi ekki gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.

Eins og greint hefur verið frá er breskur maður í erfiðri stöðu eftir að hafa unnið í heilan mánuð á Hótel Jazz launalaust. Þá segir hann að sér hafi verið hótað lífláti og að það hafi verið reynt að koma honum heim.

Rekstraraðili hótelsins kaus að tjá sig ekki þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Hann hafði áður sagt að um misskilning væri að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert