Tvær vilja formannsembættið

Heiða Björg Hilmisdóttir, borg­ar­full­trúi og vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Rósa Guðbjarts­dótt­ir …
Heiða Björg Hilmisdóttir, borg­ar­full­trúi og vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Rósa Guðbjarts­dótt­ir bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar. Samsett mynd

Tveir sækjast eftir embætti formanns Sambands íslenskra sveitafélaga (SÍS) en það eru þær Heiða Björg Hilmisdóttir, borg­ar­full­trúi og vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Rósa Guðbjarts­dótt­ir bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar.

Fresturinn til að bjóða sig fram til formanns rann út í gær og greindi SÍS frá því í tilkynningu í dag að Heiða og Rósa munu keppast um embættið. 

Aldís Hafsteinsdóttir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Hvera­gerði og fráfarandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur gefið út að hún muni ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku þar sem hún hefur tekið við starfi sveitarstjóra í Hrunamannahreppi. Hún er þar að auki ekki kjörgeng til formennsku samkvæmt samþykktum sambandsins þar sem hún mun hafa búsetu í Hrunamannahreppi.

Formannskosningarnar munu hefjast 15. ágúst og standa yfir í tvær vikur. Alls hafa 152 landsþingsfulltrúa atkvæðisrétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert