Skólastarf í Fossvogsskóla í haust

Nemendur þurftu að hverfa úr skólabyggingunni í Fossvogsskóla í mars …
Nemendur þurftu að hverfa úr skólabyggingunni í Fossvogsskóla í mars 2019 vegna myglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kennsla hefst í haust í Fossvogsskóla, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Framkvæmdirnar í skólanum eru sagðar svo umfangsmiklar að við liggur að verið sé að byggja nýjan Fossvogsskóla á gömlum grunni.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Vinnu við endurnýjun skólans miðar vel og allir sem koma að framkvæmdinni eru meðvitaðir um að skólastarfið verði samkvæmt stundatöflu sem hefst 22. ágúst. Starfsfólk mætir 15. ágúst.

Einhverjir verklegir þættir munu ekki klárast fyrir opnun skólans. Það er vegna sérpantana frá birgjum, t.d. vegna lausra innréttinga í kennslustofur og fleira þess háttar.

„Skólastjórnendur eru meðvitaðir um þá stöðu og verður eldri búnaður sem hefur verið í notkun í Korpuskóla notaður til að byrja með. Þannig að það er ekki vandamál,“ segir í svari borgarinnar.

Lesa má nán­ar um málið i Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »