Minkur rústaði kríuvarpinu á Seltjarnarnesi

Krían getur verið ágeng við þá sem leggja leið sína …
Krían getur verið ágeng við þá sem leggja leið sína á golfvöllinn. Nú sakna menn kríunnar og kríuunganna en minkar spilltu varpinu. mbl.is/Árni Sæberg

Minkur er búinn að rústa kríuvarpinu á Seltjarnarnesi. Það hvarf nánast eins og dögg fyrir sólu fyrir um hálfum mánuði. Úti í Suðurnesi, þar sem varpið hefur verið einna mest, sést varla kría og aðeins örfáir ungar. Framan af sumri báru kríurnar síli í unga og þá var útlitið mjög gott. Eins þykjast menn sjá töluverð afföll á ungum anda, gæsa og tjalda.

„Ég sé afleiðingarnar af þessu og þær eru alveg skelfilegar,“ segir Jón Hjaltason Seltirningur, sem leikur golf á Nesvelli. Hann sá tvo kríuunga í gærmorgun en þeir hefðu átt að vera miklu, miklu fleiri ef allt væri eðlilegt. „Þetta er mesta tjón á varpinu sem ég veit af, sennilega í fimmtán ár. Það hljóta allir að hafa áhyggjur af þessu,“ segir Jón.

Varpið leit mjög vel út í vor

„Ég fór um Seltjarnarnes í vor og þá leit kríuvarpið mjög vel út. Það voru yfir 2.000 kríuhreiður á öllu Nesinu, nema það var ekkert kríuvarp úti í Gróttu og það var í fyrsta skipti síðan ég fór að fylgjast með þessu. Líklegasta skýringin á því er minkur,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur.

Hann hefur fylgst með fuglalífi á Nesinu í marga áratugi. Í fyrra voru um 1.600 kríuhreiður á Seltjarnarnesi en í vor var kríuvarpið mun stærra. Langstærsta varpið á Seltjarnarnesi er í Suðurnesi við golfvöllinn og þar verpa um 90% kríanna. Jóhann fékk nýlega tölvupóst frá fuglaáhugamanni, sem hefur fylgst með fuglalífi í kringum Nesvöll og þá voru nær allir kríuungar horfnir. Það fylgdi sögunni að minkur hefði gert usla í varpinu.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert