Antikristur yfir regnbogann hjá Grafarvogskirkju

Ljósmynd/Guðrún Karls Helgudóttir

Skemmdaverk hafa verið framin á regnbogatröppurnar hjá Grafarvogskirkju í Grafarvogi sem var málaður í síðustu viku og er ætlaður til stuðnings hinsegin fólks. Í morgun kom í ljós að einhver hafði skrifað „Antichrist!“ (antikristur) með spreybrúsa við enda regnbogans.

Á facebook síðu Grafarvogskirkju segir að „þetta sýnir hversu mikilvægur boðskapur regnbogans er. Þessi regnbogi þarf augljóslega að fá að standa við kirkjuna og minna á kærleikann, að allar manneskjur eru jafn dýrmætar, að ást er ást.“

Meiri fordómar í garð hinsegin fólks

„Mér brá heldur betur í brún þegar að ég kom að kirkjunni í morgun. Ég ætlaði bara ekki að trúa þessu,“ segir séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, í samtali við mbl.is.

„Mér finnst þetta sýna mikilvægi regnbogans. Það er eins og það sé að koma bakslag núna undanfarið. Mér finnst vera að koma fram meiri fordómar undanfarið og leiðindi í garð hinsegin fólks og mannréttindi þeirra."

Að sögn Guðrúnar var fimm manna fjölskylda frá Svíþjóð á svæðinu til að skoða kirkjuna og bauðst hún til þess að mála yfir skemmdaverkið.

Sænsk fjölskylda ákvað að grípa til verka er þau urðu …
Sænsk fjölskylda ákvað að grípa til verka er þau urðu áskynja skemmdaverksins. Ljósmynd/Guðrún Karls Helgudóttir
mbl.is