Skömmu eftir klukkan 16 í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að ungt barn hafi fallið út um glugga á fjölbýlishúsi.
Fallhæðin er talin vera um fimmtán metrar og var barnið flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar og innlagnar.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að barnið sé ekki með alvarleg beinbrot og eru innvortis meiðsl til skoðunar – ef einhver eru.