Icelandair aftur á flugi

Bogi Níls Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Níls Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir hagnað á öðrum ársfjórðungi í ár mikilvægan lið í að styrkja fjárhag félagsins og efnahagsreikning þess. Það standi nú sterkari fótum fjárhagslega en mörg flugfélög. Meðal annars sé lausafjárstaðan mjög sterk og e.t.v. sterkari en nokkru sinni í sögu Icelandair.

Flugfélög urðu fyrir miklu höggi í kórónuveirufaraldrinum en hafa mörg hver náð vopnum sínum eftir að ferðalög færðust í fyrra horf.

Spurður, hvort batinn í rekstri Icelandair sé umfram spár, segir Bogi Nils að horfa þurfi til margra þátta. Þar með talið mikilla hækkana á eldsneytisverði en þær hafi haft mikil áhrif á rekstur flugfélaga í ár. „Ef ekki væri fyrir hækkandi eldsneytisverð, og annað væri óbreytt, þá værum við auðvitað í enn betri málum.“

Hafa verið rekin með tapi

„Önnur flugfélög hafa þurft að fella niður mun fleiri flugferðir en við og við höfum séð flugfélög rekin með tapi á öðrum fjórðungi. Þannig að almennt erum við í góðri stöðu miðað við mörg önnur flugfélög. Það er okkar mat,“ segir Bogi Nils.

Tilkoma Boeing MAX-farþegaþotna í flotann hafi sparað félaginu tæpa þrjá milljarða í eldsneytiskostnaði á öðrum ársfjórðungi. 6

Nálgast 2019
» Forstjóri Icelandair áætlar að framleiðslan í haust verði orðin svipuð og árið 2019.
» Það er annað mesta ferðaárið í sögu Íslands á eftir 2018.
» Icelandair skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðungi en síðustu misseri hafa verið þung.
Nánar er fjallað um Icelandair í Morgunblaðinu sem kom út í morgun og rætt við Boga Nils. 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert