Áhyggjuefni ef ekki er hægt að flytja út kornið

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir jákvætt að samkomulag hafi náðst milli Rússlands og Úkraínu um að hefja flutning á korni á ný. Það sé þó áhyggjuefni ef samningurinn nær ekki fram að ganga í ljósi árásar Rússa á Ódessa-höfn degi síðar, þar sem korn er unnið til flutnings.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

„Það er auðvitað áhyggjuefni ef ekki verður hægt að flytja út þessar vörur, þá er hætt við því að þessi óstöðugleiki á markaðnum dragist á langinn, verð verði hærra lengur og það taki lengri tíma fyrir markaðinn að jafna sig. Það eru þó vonir um að það sé að komast á jafnvægi. Við höfum séð hvernig hrávöruverð hefur lækkað og markaðirnir eru að ná jafnvægi, en verðlagsáhrifin eru að koma fram núna og verða jafnvel eitthvað meiri,“ segir Sigurður.

Innrásin í Úkraínu haft áhrif á hrávöruverð

„Áhrifanna gætir út um allan heim og við sjáum það mjög glöggt í verðbólgumælingum. Þetta kemur við sögu út um allt, neytendur og atvinnurekendur finna fyrir þessu og framleiðslufyrirtæki og fyrirtæki í byggingariðnaði verða mjög vör við þessar hækkanir. Þetta hefur mjög mikil áhrif á þeirra rekstur,“ segir Sigurður og bendir á að í sumum tilvikum hafi orðið erfiðara að fá aðföng.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert