Útsýnispallurinn opnaður fyrir almenna umferð

Ljósmynd/Róbert Daníel Jónsson

Útsýnispallurinn á Bolafjalli hefur verið opnaður fyrir almenna umferð. Fjallið er 638 metra hátt, við Bolungarvík á Vestfjörðum. Baldur Smári Einarsson, bæjarfulltrúi í Bolungarvíkurkaupstað, segir að ferðalangar geti nú farið á pallinn.

Um 20 metrar eru frá bílastæðinu að útsýnispallinum og er aðgengið gott. Að sögn Baldurs er búið er að setja grindverk fyrir, þannig að fólk komi sér ekki í hættu. Á Bolafjalli er hrjóstrug háslétta og þaðan er mikið víðsýni til allra átta. Baldur segir útsýnið frá útsýnispallinum vera fagurt en upplifunin sjálf við að fara út á pallinn standi upp úr.

„Þetta snýst um áhrifin þegar maður fer út á pallinn,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert