Sérsveitin stöðvaði strætisvagn

Parið var handtekið eftir að sérsveitin stöðvaði strætisvagninn.
Parið var handtekið eftir að sérsveitin stöðvaði strætisvagninn. mbl.is/​Hari

Sérsveit ríkislögreglustjóra stöðvaði strætisvagn við Háskóla Íslands í dag. 

Líkamsárás hafði átt sér stað á Hlemmi stuttu áður og flúði parið sem grunað er um verknaðinn inn í strætisvagn, að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, yfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Parið var handtekið á staðnum vegna líkamsárásarinnar og er málið í hefðbundnum farvegi hjá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert