Húsnæði Domus Medica selt

Domus Medica við Egilsgötu var lokað um áramótin.
Domus Medica við Egilsgötu var lokað um áramótin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrirtækið Medicus ehf. hefur keypt húsnæðið sem áður hýsti læknastöðina Domus Medica en henni var lokað um síðustu áramót. Eigendur Medicus ehf. eiga Heilsugæsluna á Höfða, en ekki stendur til að færa starfemi þaðan í húsnæðið.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

„Við vonumst til þess að geta byggt upp heilbrigðisþjónustu þarna. Það var kannski aðalástæðan fyrir því að fyrrverandi eigendur vildu selja okkur fremur en öðrum,“ segir Gunnar Örn Jóhannsson, stjórnarmaður Medicus og framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á Höfða, í samtali við Morgunblaðið.

Spurður hvernig heilbrigðisþjónusta verði í húsinu segir Gunnar of snemmt að segja til um það en eins og staðan sé núna verði móttaka fyrir flóttafólk eitthvað áfram í húsinu. Hann segir þó marga aðila hafa óskað eftir óformlegum viðræðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert