Marsjeppi við Holuhraun

Geimjeppi í Holuhrauni. Kanadíska geimferðastofnunin smíðaði farartækið sem nú er …
Geimjeppi í Holuhrauni. Kanadíska geimferðastofnunin smíðaði farartækið sem nú er til reynslu við aðstæður sem þykir svipa til Mars. Ljósmynd/RAVEN

Hópur vísindamanna er nú staddur við Holuhraun, norðan Vatnajökuls, til að prófa farartæki og flygildi sem ætluð eru til nota á plánetunni Mars.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Foksandinum við Holuhraun þykir svipa mjög til aðstæðna á yngri eldfjallasvæðum á Mars. Meðal annars þykir samspil vatns og hrauns, sem sást eftir Holuhraunsgosið árið 2015, einkar áhugavert. Mikið örverulíf kviknaði í heitum lækjum sem komu undan hrauninu.

Verkefnið tengist Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, í gegnum PSTAR-verkefnið. Það snýst um þróun ómannaðra flygilda og könnunarfara til rannsókna á öðrum hnöttum.

„Ísland er stórkostlegur staður til að gera tilraunir með þau og það er mikilvægt að geta prófað hér margs konar nýja tækni,“ segir Christopher Hamilton leiðangursstjóri. Hann er kanadískur jarðvísindamaður og sérfræðingur í eldvirkni á plánetum og hefur stundað rannsóknir hér á landi um árabil.

Leiðangurinn hefur fengið gott veður en í gær var rok og rigning á svæðinu og fór morgunninn í að tryggja tjaldbúðirnar og annan búnað, svo hann skemmdist ekki.

Meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert