Stóru legudeildirnar fullar af sjúklingum

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Staðan er tiltölulega góð miðað við allt,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga og staðgengill forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri (SAk).

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Sem kunnugt er var sjúkrahúsið sett á óvissustig fimmtudaginn 21. júlí vegna vaxandi álags. Innlögnum sjúklinga hafði fjölgað og mannekla var viðvarandi. En hvernig er ástandið nú?

„Stóru legudeildirnar okkar eru fullar af sjúklingum. Við höfum náð að undirbúa okkur fyrir helgina með því að bæta mönnunina á bráðamóttökunni og ættum að vera í góðum málum þar. Við höfum unnið hörðum höndum að því að bæta mönnun gjörgæslunnar. Hún er komin í lágmarksmönnun núna. Ef ekkert stórt gerist þá eigum við að komast í gegnum þetta,“ segir Sigurður.

Skortur á hjúkrunarfræðingum

Hann segir að ósérhlífni og fagmennska starfsfólksins hafi gert spítalanum kleift að ráða við aðstæðurnar. Fólk hafi komið fyrr úr fríum en ráðgert var og tekið aukavaktir til að mæta þörfinni. Gangi allt að óskum um helgina fer sjúkrahúsið hugsanlega af óvissustigi í byrjun næstu viku.

Mikill skortur er á hjúkrunarfræðingum á SAk. Enn vantar starfsfólk til sumarafleysinga og ljóst er að ráða þarf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með haustinu. Ekki er búið að fylla allar auglýstar stöður þeirra.

Svipað ástand gæti skapast á SAk og á Landspítalanum, það er að sjúklingar sem þurfa ekki lengur að liggja á bráðalegudeild spítalans komist ekki í viðeigandi úrræði. Sigurður segir að finna þurfi lausn á þessu innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »