Folaflugur fundust í Surtsey

Nú er flugtími folaflugunnar í hámarki og sést hún víða.
Nú er flugtími folaflugunnar í hámarki og sést hún víða. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Flugtími folaflugunnar, sem er nýlegur landnemi hér á landi, er nú í hámarki eins og sjá má á húsveggjum víða. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir á Facebook-síðunni Heimur smádýranna að folaflugan sé mun stærri en frænkur hennar hrossaflugan og trippaflugan.

„Þær tvær eru afar líkar í útliti, sitja flatar á húsveggjum með vængina liggjandi flatt yfir bolnum, en folaflugan heldur vængjum út frá bolnum og vita þeir nokkuð upp og aftur. Þá er hún mun stærri og ljósari á lit, karlflugur einstaklega lappalangar. Lirfur folaflugunnar eru í yfirborði jarðvegs og sverði í grasflötum og blómabeðum. Þær naga gróðurinn neðan frá. Stararnir hafa uppgötvað þessa fæðuauðlind enda lirfan stór og drjúgur biti.“

Nánar má fræðast um folafluguna á pödduvef Náttúrufræðistofnunar Íslands 

Nýr landnemi í Surtsey

Í Surtseyjarleiðangri líffræðinga sem farinn var fyrr í þessum mánuði náðust þrjár folaflugur í tjaldgildru og það er í fyrsta skipti sem folafluga finnst í Surtsey. Einnig þótti heyra til tíðinda að skógarmítill fannst óvænt í mávavarpinu í eynni.

„Um er að ræða karldýr sem hefur væntanlega borist með farfugli sem gyðla í vor. Tegundin hefur ekki fundist í Surtsey síðan 1967,“ segir í frétt Náttúrufræðistofnunar. Þá er langleggur, sem fannst fyrst 2019, orðinn mjög algengur í mávavarpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert