„Hvað er ég að gera sjálfum mér?“

Bjarni Snæbjörnsson leikari gengur nærri sér í sjálfsævisögulega heimildasöngleiknum Góðan daginn faggi og segir að fyrir fyrstu fimmtán sýningarnar hafi hann spurt sjálfan sig: „Hvað er ég að gera sjálfum mér?“

„Ég þurfti bara einhvern veginn að slökkva á heilanum til þess að láta mig ekki hugsa of mikið,“ segir Bjarni.  „Það að mæta með sig og segja söguna sína er bara mjög ögrandi.“

Bjarni er gestur í nýjasta þætti Dagmála

Í broti úr þættinum sem sjá má hér að ofan segir hann frá upplifun sinni af því að sýna verkið, sem er byggt á erfiðri lífsreynslu hans sjálfs.

Skammaðist sín og vildi vita hvers vegna

Fyrir fjórum til fimm árum var Bjarni að flytja þegar hann rakst á dagbækur sem hann hafði skrifað þegar hann var yngri. Þar sá hann sársaukafullar færslur sem hann langaði að gera eitthvað við. Hann ræddi við Grétu Kristínu Ómarsdóttur leikstjóra sem var tilbúin í að fara inn í ferlið með honum: Að skapa söngleik úr þessum erfiðu minningum.

„Þetta listaverk okkar var í raun rannsókn á því af hverju þessi ungi maður – sem skrifar eina stærstu dagbókina sína 22 ára gamal – skrifar: „Mér finnst ég ófeðslegur að vilja karlmenn. Ég skammast mín fyrir að vera hommi.“ Ég segi þetta bara hreint út þegar ég var 22 ára gamall,“ segir Bjarni.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta nálgast viðtalið við Bjarna í fullri lengd hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert