Jarðskjálftahrina – sá stærsti 4,8

Öflugasti skjálftinn átti upptök vestan við Kleifarvatn.
Öflugasti skjálftinn átti upptök vestan við Kleifarvatn.

Öflugir skjálftar hafa fundist víða á suðvesturhorninu, sá öflugasti klukkan 23.31 í kvöld.

Sá var 4,8 að stærð og átti upptök vestan við Kleifarvatn en rétt áður reið yfir skjálfti af stærðinni 4,3. 

Hófst upp úr ellefu 

Tveir öflugir skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu rétt upp úr ellefu; sá fyrri var af stærðinni 3,7 klukkan 23.11 og sá seinni 3,5 stig, fjórum mínútum síðar. 

Sá fyrri varð nálægt Kleifarvatni, um tvo kílómetra vestan við Kleifarvatn, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Yfir tíu þúsund skjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem stendur yfir á Reykjanesskaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina