4,6 stiga skjálfti í austanverðu Fagradalsfjalli

Skjálfti af stærð 4,6 varð í morgun í austanverðu Fagradalsfjalli.
Skjálfti af stærð 4,6 varð í morgun í austanverðu Fagradalsfjalli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Klukkan 5.32 í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í austanverðu Fagradalsfjalli.

Þetta staðfestir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í Grindavík, Reykjanesbæ, á höfuðborgarsvæðinu og á Selfossi.

„Við erum ekki að sjá gosóróa á mælunum okkar. En það er virkni í kvikuganginum sem sýnir að það sé kvika að reyna að koma sér fyrir þarna sem er þarna undir,“ segir Hulda.

Fegin niðurstöðunni

„Það var lítið um stóra skjálfta í nótt en það hefur verið virkni í kvikuganginum undir Fagradalsfjalli og víðar þar sem gikkskjálftarnir hafa verið.“

Spurð út í sinubrunann segir Hulda að það hafi verið gott að fá niðurstöðu er varðar elda á gossvæðinu í nótt sem kom í ljós að voru sinubruni. Hún segir að þetta hafi verið furðuleg staðsetning en bruninn gæti alveg eins hafa verið af mannavöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert