Dreifing hraunsins ef gosið helst óbreytt í 200 daga

Horft yfir að sprungunni í dag.
Horft yfir að sprungunni í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Veðurstofan vinnur að gerð rennslislíkans út frá fyrsta mati á hraunflæði í gosinu í Meradölum, sem er talið vera 5-10 sinnum meira en rennslið í upphafi gossins 2021.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Segir þar að hægt sé að áætla dreifingu hrauns frá sprungunni með því að skoða eldri líkön sem gerð hafa verið, sem geri ráð fyrir sambærilegri sviðsmynd.

Líkan Veðurstofunnar.
Líkan Veðurstofunnar.

Gert ráð fyrir svipuðu rennsli og mælist nú

Bent er á að við gerð hættumats vegna eldgoss við Fagradalsfjall hafi verið gert hraunrennslislíkan, sem gerði ráð fyrir sprungu á svipuðum slóðum og þar sem nú gýs.

Líkanið er sagt gera ráð fyrir svipuðu rennsli og mælist nú, en kortið sýni dreifingu hrauns ef gosið stendur óbreytt í allt að 200 daga.

„Það skal tekið skýrt fram að óvíst er hvort að styrkur gossins og staðsetning haldist óbreytt allan þennan tíma. Út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir í dag sýnir líkanið engu að síður að ekki er talið líklegt að þetta gos ógni mikilvægum innviðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert