Gönguleiðin ekki fyrir óvana

Frá gosstöðvunum í dag.
Frá gosstöðvunum í dag. mbl.is/Tómas Arnar

Gönguleiðin að eldgosinu í Meradölum er eingöngu fyrir vant og vel búið göngufólk, auk þess sem kalt er í veðri á staðnum um þessar mundir. Hvetja almannavarnir því fólk til þess að bíða áður en það heldur að gosinu.

„Það verður ansi kalt. Gönguleiðin er grýtt og erfið og um langan veg að fara,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum á blaðamannafundi síðdegis í dag.

Ráðuneytin skoða ýmsar varnir

Varnir innviða og aukið afhendingaröryggi á orku, fjarskiptum og fleiri atriði er snúa að gosinu eru nú í skoðun hjá samráðshópi ráðuneyta sem skipaður var vegna þessa mála í sumar, að sögn Víðis.

„Sú vinna heldur áfram núna. Við lærum örugglega helling af þessum kafla eins og við lærðum af síðasta og sjáum bara til,“ sagði Víðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert