Metfjöldi sjúkraflugferða í júlí

Mýflug hefur farið í 537 ferðir með sjúklinga það sem …
Mýflug hefur farið í 537 ferðir með sjúklinga það sem af er ári. Ljósmynd/Aðsend

Mikil aukning hefur verið í sjúkraflugi Mýflugs í júlímánuði, einkum frá sjúkrahúsinu á Akureyri. Flogið var með 128 sjúklinga í 120 sjúkraflugferðum í mánuðinum, en það er metfjöldi í sögu sjúkraflugs.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Stærsti hluti flugferðanna var frá Sjúkrahúsinu á Akureyri en í júlí var 36 sinnum farið þaðan í sjúkraflug. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir að flestar flugferðir frá Reykjavík hafi verið farnar til að flytja fólk á sjúkrahús nær heimabyggð.

„Mér finnst mun fleiri alvarlegri tilvik hafa komið upp þennan júlímánuð en áður,“ segir Leifur og bætir við að hann hafi tekið eftir auknu álagi á sjúkraflutningalæknum. Heilt yfir hafi umsvif í sjúkraflugi aukist mikið. Fyrstu sjö mánuði síðasta árs hafi flugferðirnar verið 483 en séu nú orðnar 537.

Leifur segir suma vilja skýra þessa fjölgun að sumarlagi með því að kandídatar, sem leysa af lækna af á sumrin, séu óöruggari og kalli frekar til sjúkraflug. „Ég tel þetta þó ekki vera skýringuna þótt borið hafi á þessu á árum áður, því við erum jafnan að flytja mjög alvarlega veikt fólk sem þarf á sjúkraflugi og læknisaðstoð að halda.“

Meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert