Skrýtnir blossar í reyknum við Fagradalsfjall

Skjáskot úr vefmyndavél mbl.is.
Skjáskot úr vefmyndavél mbl.is.

Fjölmargar ábendingar hafa borist mbl.is á undanfarinni klukkustund, um blossa sem virðast koma upp með reyknum, sem sjá má á vefmyndavél mbl.is.

„Við erum að fylgjast með þessu og erum búin að láta almannavarnir vita,“ segir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við mbl.is.

„Það verður sennilega farið í flug þarna yfir til að skoða þetta nánar,“ bætir hún við.

Fyrst var greint frá reyknum á mbl.is um klukkan hálfátta í kvöld.

Frekar skrýtið

„Þetta er enn þá bara svo lítið, að það er óljóst hvað er í gangi. Einhver nefndi að þetta gæti verið sinubruni, en þá er spurningin: Hvað er það sem kveikir í sinunni?“ segir Hulda.

„Þetta er alla vega frekar skrýtið. En við sjáum til hvernig þetta þróast.“

Fylgjast má með útsendingunni hér að neðan:

Þröstur Magnússon, sem gekk um þessar slóðir um klukkan 19 í kvöld, sagði mbl.is frá upplifun sinni skömmu fyrir miðnætti.

„Við erum að koma þarna yfir hæðina þegar við för­um að finna rosa­lega mikla lykt og vor­um svo­lítið að furða okk­ur á því, en þegar við erum komn­ir yfir hæðina sjá­um við þenn­an hvíta reyk al­veg tölu­vert langt í burtu.“

mbl.is