Virðist stærra en fyrra gos

Magnús Tumi var á leið á gossvæðið þegar mbl.is náði …
Magnús Tumi var á leið á gossvæðið þegar mbl.is náði tali af honum. Ljósmynd/Almannavarnir

Gos sem nú er hafið á Reykjanesskaga virðist við fyrstu sýn vera stærra en gosið sem varð í Fagradalsfjalli vorið 2021. Þó er það ekki öflugt enn sem komið er.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, var að stíga upp í þyrlu til þess að kanna aðstæður á gossvæðinu þegar mbl.is sló á þráðinn til hans. 

Kanna aðstæður á gosstað

Er þetta stærra, í samanburði við fyrra gos?

„Ég get ekki enn þá sagt til um það. Þetta virðist vera heldur meira, þar sem þetta er stærri sprunga.“

Eins og mbl.is hefur greint frá er nú um sprungugos að ræða. Viðbragðsaðilar kanna nú aðstæður á gosstað.

mbl.is