Bjarni vill halda formannsstólnum

Bjarni Benediktsson sækist eftir endurkjöri.
Bjarni Benediktsson sækist eftir endurkjöri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að halda formannsstólnum. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is.

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Líkt og mbl.is hefur greint frá fer landsfundur flokksins fram í Laug­ar­dals­höll dag­ana 4. til 6. nóv­em­ber. Enn sem komið hefur enginn annar gefið kost á sér til formanns.

„Það var nýr kafli sem að hófst með nýrri ríkisstjórn síðastliðið haust. Það fór mikil vinna í að setja saman stefnumál okkar fyrir ríkisstjórnina til næstu ára. Mér finnst ég í raun og veru vera að hefja þennan kafla.

Við erum á fyrsta ári nýs kjörtímabils og nú verður haldinn landsfundur sem því miður hefur þurft að fresta vegna aðstæðna sem sköpuðust af heimsfaraldri. Ég hlakka til að mæta til landsfundar og veit að margir sjálfstæðismenn gera það. Ég hef ekkert annað í hyggju en að óska eftir að fá umboð til að leiða flokkinn áfram,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is. 

mbl.is

Bloggað um fréttina