Grunaður um tvö kynferðis- og ofbeldisbrot um helgina

Lögreglan að störfum í miðborg Reykjavíkur.
Lögreglan að störfum í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Ari

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað karlmann á fertugsaldri í tveggja vikna gæsluvarðhald, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á alvarlegum kynferðis- og ofbeldisbrotum.

Frá þessu greinir lögreglan í tilkynningu, en maðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur konum í aðskildum málum á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina.

Úrskurðurinn, sem var kveðinn upp í fyrradag, hefur verið kærður til Landsréttar.

mbl.is