Helga Bragadóttir ráðin prestur á Akureyri

Helga Bragadóttir.
Helga Bragadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Glerárprestakalli á Akureyri. Umsóknarfrestur rann út 17. júlí síðastliðinn og voru umsækjendur þrír.

Valnefnd prestakallsins kaus Helgu Bragadóttur guðfræðing til starfsins og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Helga Bragadóttir er fædd árið 1991 á Akranesi og ólst upp í Siglufirði og síðar í Hafnarfirði. 

Helga er þriðji ættliðurinn sem vígist til prestsþjónustu, að því fram kemur á vef þjóðkirkjunnar. Faðir hennar, sr. Bragi J. Ingibergsson, er sóknarprestur í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, áður í Siglufirði, og afi hennar sr. Ingiberg J. Hannesson, fv. prófastur, þjónaði alla sína starfsævi í Dölunum.

Meira um Helgu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert