Myndskeið: Magnað sjónarspil við eldstöðvarnar

Teymi frá Studio M á vegum miðla Árvakurs var mætt upp að gosstöðvunum skömmu eftir að það var ljóst að eldgosið væri hafið við Fagradalsfjall. 

Tökumennirnir voru að sjálfsögðu með dróna meðferðis til að fanga á myndskeið það mikla sjónarspil sem blasti við.

Hægt er að fylgjast með afrakstrinum í spilaranum hér að ofan.

mbl.is