Stöðvaður á reiðhjóli í Hvalfjarðargöngunum

Maðurinn var stöðvaður af lögreglumönnum.
Maðurinn var stöðvaður af lögreglumönnum. mbl.is/Eggert

Lögreglu barst í dag tilkynning um mann sem var á reiðhjóli í Hvalfjarðargöngum.

Var hann stöðvaður af lögreglumönnum sem bentu honum á að til þess að komast til höfuðborgarinnar þyrfti hann að taka á sig örlítinn krók í gegnum Hvalfjörðinn sjálfan, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

„Maðurinn var nokkuð hissa á tilmælum lögreglu en lét þó segjast að lokum og bætti nokkrum kílómetrum við hjólatúr dagsins.“

mbl.is