Krafturinn álíka og í eldgosinu í fyrra

Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins.
Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins. mbl.is/Sigurður Bogi

Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins sem hófst í Meradölum á miðvikudaginn og er það nú svipað stórt og eldgosið í Geldingadölum í fyrra, þegar það var upp á sitt besta.

Um 10 til 15 rúmmetrar af kviku koma upp á hverri sekúndu sem er um helmingi minna en var við upphaf eldgossins þegar 30 rúmmetrar á sekúndu komu upp úr sprungunni. Þetta segir Ármann Höskuldsson, eld­fjalla­fræðingur hjá jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands.

Hann segir gossprunguna nú rétt innan við hundrað metra en hún var upphaflega um 260 metrar, samkvæmt mælingum eldfjalla og náttúruváshóps HÍ.

Að sögn Ármanns er um eðlilega þróun að ræða. Búast mátti við að það myndi draga úr kvikuþrýstingi en upphaflega teygði sprungan sig upp í brekkuna sem þýðir að yfirþrýstingur hafi verið. Hann telur þó líklegt að gosið haldi þessu striki næstu daga.

Gígar eru nú farnir að myndast og sjást gígbarmar austanmegin við eldgosið.  Hrauntjörnin vestanmegin við eldgosið kemur þó í veg fyrir að hægt sé að sjá gígana sem farnir eru að myndast þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert